Samkvæmt venju ætti síðasti félagsfundur Ættfræðifélagsins á þessu vori að vera síðasta fimmtudag í apríl-mánuði, þann 25. apríl, en þar sem hann ber upp á sumardaginn fyrsta þá fellur fundur niður. Næsti viðburður félagsins er þvi vorgangan sem verður auglýst nánar síðar.
Þráðurinn verður svo tekinn upp aftur í haust.
Stjórn Ættfræðifélagsins óskar öllum félagsmönnum gleðilegs sumars.
Um færeyska kútterinn Anna úr Toftum og fleiri kúttera
Næsti félagsfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn á nýjum stað, Færeyska sjómannaheimilinu. Örkinni, á horni Skipholts og Brautarholts í Reykjavík og verður haldinn fimmtudaginn 28. mars, sem ber upp á skírdag að þessu sinni.
Á fundinum ætlar Ragnar Sævar Karlsson að tala um færeyska kútterinn Önnu úr Tóftum og nokkra aðra færeyska kúttera sem farist hafa hér við land, en í ár eru liðin eitthundrað ár frá því Anna úr Tóftum fórst við Grindavík. Af því tilefni verður fundurinn í Færeyska sjómannaheimilinu, Örkinni, sem er á horni Skipholts og Brautarhols í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 16:00.
Aðalfundur Ættfræðifélagsins fyrir árið 2023
Aðalfundur Ættfræðifélagsins fyrir árið 2023 verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar 2024 í Þjóðskjalasafninu, 3. hæð.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Fundurinn hefst kl. 16:00
Kaffi og meðlæti eftir fund
Fundurinn er opinn öllum
Saga Hnífsdals
Gleðilegt nýtt ár
Fyrsti félagsfundur ársins verður haldinn fimmtudaginn 25. janúar, kl. 16:00.
Þá mun Kristján Pálsson sagnfræðingur og fv. alþingismaður flytja erindi um Hnífsdal, en bók hans Saga Hnífsdals kom út fyrir jólin.
Saga Hnífsdals er saga fólksins þar frá landnámi til sameiningar við Ísafjörð árið 1971. Hér er lýst sviptingasamri jarðasögu, frá eignarhaldi Vatnsfirðinga fyrr á tímum til áhrifa heimamanna og Ögurmanna.
Fundurinn verður í Þjóðskjalasafninu, á 3. hæð og hefst kl. 16:00.
Fundurinn er öllum opinn. Kaffiveitingar á eftir fund.
Að máta sig við söguna
Næsti félagsfundur Ættfræðifélagsins verður fimmtudaginn 30. nóvember.
Þá mun Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins, halda fyrirlestur sem hún kallar Að máta sig við söguna.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Þjóðskjalasafninu á þriðju hæð og hefst hann kl. 16:00.
Allir velkomnir!
Kaffi og með því
Fréttabréf Ættfræðifélagsins 40 ára
Um þessar mundir eru 40 ár síðan Fréttabréf Ættfræðifélagsins sá fyrst dagsins ljós.
Fundurinn er helgaður fréttabréfinu að þessu sinni og verður útgáfa þess kynnt og lesnar valdar greinar eða útdráttur úr greinum frá ýmsum tímum.
Dagskránni stjórnar ritstjóri Fréttabréfins, Guðfinna Ragnarsdóttir
Fundurinn verður haldinn í Þjóðskjalasafninu, 3. hæð á fimmtudaginn 26. október og hefst kl. 16:00
„Þegar fylgdarskipið fórst”
Fimmtudaginn 5. október flytur Halldór Baldursson sagnfræðingur og læknir fyrirlestur um herskipið Göteborg úr flota konungs vors, Friðriks fjórða. Skipinu var hleypt til brots á Hraunsskeiði í Ölfusi 7. nóvember 1718. 174 skipverjar björguðust og þurftu að hafa vetursetu á Íslandi. Fjallað er um þau stjórnsýslulegu verkefni sem þurfti að leysa úr vegna strandsins.
Athugið breytta dagsetningu fyrsta fundar
Fundurinn hefst kl. 16:00 í húsi Þjóðskjalasafnsins að Laugavegi 162, 3. hæð, Reykjavík.
Allir velkomnir!
Kaffi og með því.
Vorgangan um Laugarneshverfi
Fimmtudaginn 18. maí, á uppstigningardag, verður hin hefðbundna vorganga Ættfræðifélagsins. Þá verður gengið um Laugarneshverfið. Þar raða sér glæstar byggingar Einars Sveinssonar, Guðjóns Samúelssonar og Ásmundar Sveinssonar, gömul hús stríðsáranna af flugvellinum, gömlu Þvottalaugarnar og undir fótum okkar renna Fúlilækurinn og Laugalækurinn.
Leiðsögumenn verða Guðfinna Ragnarsdóttir og Magnús Grímsson.
Mæting við Laugarneskirkju kl. 11:00.
Um Jón Eiríksson konferensráð
Næsti félagsfundur Ættfræðifélagsins verður fimmtudaginn 27. apríl kl. 16:00 í húsi Þjóðskjalasafns.
Þá mun Margrét Gunnarsdóttir tala um Jón Eiríksson konferensráð og viðreisn Íslands á 18. öld.
Um heimagrafreiti
Hjalti Hugason professor emeritus mun koma til okkar fimmtudaginn 30. mars og tala við okkur um heimagrafreiti.
Heimagrafreitir eru á ýmsum stöðum á landinu. Ekki er gert ráð fyrir að aðrir fái þar leg en einstaklingar úr fjölskyldu þess sem leyfi hefur fyrir heimagrafreitnum.