Ný vefur Ættfræðifélagsins opnar í dag, en hann hefur verið í smíðum að undanförnu. Ekki er þó um fullbúna smíð að ræða og eru góðfúsir lesendur beðnir velvirðingar á hnökrum sem við reynum að lagfæra eins fljótt og framast er unnt.
Á þessum tímamótum flutti Ættfræðifélagið hýsingu og tölvupóst frá Hringiðunni til Hýsingar.is / TACTICA ehf.
Efni á hinum nýja vef er ekki ýkja frábrugðið því sem var á gamla Joomla vefnum, en meðal nýjunga má nefna viðburðadagatal. Stefnt var að því að hafa vefinn einfaldan í uppsetningu og auðlæsilegan, bæði á tölvuskjám og í snjalltækjum og símum.
Vefurinn er gerður í vefumsjónarkerfinu WordPress sem er vinsælasta kerfi sinnar tegundar í heiminum.