Félagsfundum og öðrum viðburðum frestað vegna COVID-19
Vegna COVID-19 veirunnar hefur stjórn Ættfræðifélagsins ákveðið að slá á frest öllum fundarhöldum og öðrum viðburðum á vegum félagsins um óákveðinn tíma, eða þar til öll hætta er liðin hjá. Þetta þýðir að það verður enginn marsfundur eins og búið var að auglýsa… →
Ættfræði og persónuvernd
Þórður Sveinsson lögfræðingur og sviðsstjóri úttekta hjá Persónuvernd flutti erindi um vinnslu persónuupplýsinga í þágu ættfræði á félagsfundi Ættfræðifélagsins 12. desember 2019.
Í erindi sínu fór Þórður yfir þróun persónuverndarlöggjafar frá Evrópuráðssamningi.. →
Októberfundur 2019
Sigrún Magnúsdóttir.
Fimmtudaginn 31. október 2019 flutti Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur erindi um gjörningaveðrið í Hrísey og afa sinn, Vilhjálm Einarsson (1863-1933) bónda á Bakka í Svarfaðardal, Galdra-Villa. Um tvítugt var hann sjómaður í Eyjafirði og var talinn.. →
Septemberfundur 2019
Á félagsfundi Ættfræðifélagsins, fimmtudaginn 26. september 2019, flutti Jón Torfi Arason sagnfræðingur erindi um Magnús Ketilsson sýslumann í Búðardal í Dalasýslu og hugmyndafræði hans.
Í erindi sínu fjallaði Jón Torfi um hugmyndaheim 18. aldar fræðimannsins Magnúsar.. →
Aprílfundur 2019
Á félagsfundi Ættfræðifélagsins 11. apríl 2019 fjallaði Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur og starfsmaður í Þjóðskjalasafni Íslands um búskap hjónanna Guðmundar Guðmundssonar og Rannveigar Vigfúsdóttur í kotinu Hamarshúsum í Borgarhreppi í Mýrasýslu í lok 19. aldar og.. →
Marsfundur 2019
Félagsfundur Ættfræðifélagsins var haldinn fimmtudaginn 28. mars í Þjóðskjalasafninu. Þar flutti Guðfinna Ragnarsdóttir erindi um Ófeig Jónsson í Heiðarbæ í Þingvallasveit, ættir hans og lífshlaup.
Ófeigur lagði gjörva hönd á margt og var eftirsóttur rokkasmiður.. →
Aðalfundur 2019
Aðalfundur Ættfræðifélagsins 2019 fór fram í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 28. febrúar 2019 og hófst kl 20:00.
Formaður félagsins setti fundinn og skipaði Eirík Þ. Einarsson fundarstjóra og Arnbjörn Jóhannesson ritara.
Formaður flutti skýrslu stjórnar og.. →
Janúarfundur 2019
Á félagsfundi 31. janúar 2019 hélt Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands erindi um voveiflegt andlát sveitarómagans, Páls Júlíusar Pálssonar, sem átti sér stað á bænum Skaftárdal í Vestur-Skaftafellssýslu í mars 1903.
Andlátið.. →
Nóvemberfundur 2018
Magnús Grímsson sagnfræðingur og framhaldsskólakennari flutti fyrirlestur um fullveldistöku Íslendinga á félagsfundi Ættfræðifélagsins 29. nóvember sl.
Þar rakti hann aðdraganda fullveldisins, og þá þætti sem vörðuðu veginn að markinu: byltingar í Evrópu. Fjölnismenn,.. →
Októberfundur 2018
Félagsfundur Ættfræðifélagsins fór fram í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 25. október 2018 og var vel sóttur. Hátt í sextíu manns mættu til að hlýða á fyrirlesara kvöldsins Guðfinnu S. Ragnarsdóttur ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins segja frá Matthíasi Ólafssyni.. →
Septemberfundur 2018
Jón Torfason skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands hélt erindi um Pál Vídalín á félagsfundi Ættfræðifélagsins í gærkvöldi.
Páll Vídalín (f. 1667, d. 18. júlí 1727) var lögmaður og sýslumaður í Dalasýslu og Strandasýslu. Hann bjó í Víðidalstungu, í Víðidal.. →
Vorganga 2018
Vorganga Ættfræðifélagsins fór fram laugardaginn 2. júní 2018. Gömlu varirnar við Ægissíðuna voru heimsóttar og einnig Móholt, Grímsstaðaholt, Melavegur, Illakelda, Þormóðsstaðir, Lambhóll, Garðar, Camp Thorhill, Brenneríið, Alliance, Aðalból, Túnsberg og Sunnuhlíð. Ragnhildur.. →