Viðburðir

Viðburðir, félagsfundir, göngur og aðrir viðburðir. Aðallega notað til að fá rétt yfirlit um eldri viðburði.

Septemberfundur Ættfræðifélagsins 2017

Septemberfundur Ættfræðifélagsins 2017

Félagsfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 28. september 2017 kl. 20:00 í húsi Þjóðskjalasafns Íslands að Laugavegi 162, 3. hæð, í Reykjavík.

Sigrún Magnúsdóttir, fv. borgarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra, heldur erindi um Hólabiskups dætur.

Það verður heitt á könnunni, meðlæti og allir eru velkomnir.

 

Gömul teikning af Hólum í Hjaltadal. Wikimedia Commons/Nordiske Billeder, fjerde bind. København 1870.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Vorganga 2017

Vorganga 2017

Hin árlega vorganga verður um Laugarnes laugardaginn 13. maí 2017. Leiðsögumaður er Guðfinna Ragnarsdóttir jarðfræðingur og ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins. Hún lýsir Laugarnesinu svona:

„Laugarnesið geymir sögu atburða og örlaga, biskupa og valda, mennta og menningar, stríðs og átaka, hernáms og fátæktar, sjúkdóma og erfiðleika, lista og listamanna og inn á milli, þótt ekki fari hátt, sögu alþýðunnar sem háði þar sitt stríð öld fram af öld. Þar er einnig að finna einu ósnortnu fjöruna á norðurströnd Reykjavíkur frá Örfirisey að Grafarvogi.“

Áhugasamir göngumenn mæta við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar klukkan 11:00.

Veðurspáin er ágæt, 11°C hiti, alskýjað og gola, 6 m/sek.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Göngur, Viðburðir
Aprílfundur Ættfræðifélagsins 2017

Aprílfundur Ættfræðifélagsins 2017

Aprílfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl 2017 kl. 20:00 í húsi Þjóðskjalasafns Íslands að Laugavegi 162, 3. hæð, í Reykjavík.

Bernharð Haraldsson, kennari og fyrrverandi skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, heldur erindi um Mannlíf og ábúendur í Skriðuhreppi hinum forna.

Það verður heitt á könnunni, meðlæti og allir eru velkomnir!

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Marsfundur Ættfræðifélagsins 2017

Marsfundur Ættfræðifélagsins 2017

Marsfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn  fimmtudaginn 30. mars 2017 kl. 20:00 í húsi Þjóðskjalasafns Íslands að Laugavegi 162, 3. hæð, Reykjavík.

Benedikt Jónsson, nýkjörinn formaður félagsins og starfsmaður Þjóðskjalasafns, segir frá manntölum og manntalsvef safnsins.

Það verður heitt á könnunni, meðlæti og allir eru velkomnir!

 

Mynd úr Manntalinu 1703 af upphafi fólkstals í Skógarstrandarhreppi í Snæfellsnessýslu.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir