„Þegar fylgdarskipið fórst”

„Þegar fylgdarskipið fórst”

Fimmtudaginn 5. október flytur Halldór Baldursson sagnfræðingur og læknir fyrirlestur um herskipið Göteborg úr flota konungs vors, Friðriks fjórða. Skipinu var hleypt til brots á Hraunsskeiði í Ölfusi 7. nóvember 1718. 174 skipverjar björguðust og þurftu að hafa vetursetu á Íslandi. Fjallað er um þau stjórnsýslulegu verkefni sem þurfti að leysa úr vegna strandsins.

Athugið breytta dagsetningu fyrsta fundar

Fundurinn hefst kl. 16:00 í húsi Þjóðskjalasafnsins að Laugavegi 162, 3. hæð, Reykjavík.
Allir velkomnir!
Kaffi og með því.

Höfundur: aettadmin in Fundir
Vorgangan um Laugarneshverfi

Vorgangan um Laugarneshverfi

Fimmtudaginn 18. maí, á uppstigningardag, verður hin hefðbundna vorganga Ættfræðifélagsins. Þá verður gengið um Laugarneshverfið. Þar raða sér glæstar byggingar Einars Sveinssonar, Guðjóns Samúelssonar og Ásmundar Sveinssonar, gömul hús stríðsáranna af flugvellinum, gömlu Þvottalaugarnar og undir fótum okkar renna Fúlilækurinn og Laugalækurinn.
Leiðsögumenn verða Guðfinna Ragnarsdóttir og Magnús Grímsson.
Mæting við Laugarneskirkju kl. 11:00.

Höfundur: aettadmin in Göngur
Um Jón Eiríksson konferensráð

Um Jón Eiríksson konferensráð

Næsti félagsfundur Ættfræðifélagsins verður fimmtudaginn 27. apríl kl. 16:00 í húsi Þjóðskjalasafns.
Þá mun Margrét Gunnarsdóttir tala um Jón Eiríksson konferensráð og viðreisn Íslands á 18. öld.

Höfundur: aettadmin in Fundir
Um heimagrafreiti

Um heimagrafreiti

Hjalti Hugason professor emeritus mun koma til okkar fimmtudaginn 30. mars og tala við okkur um heimagrafreiti.
Heimagrafreitir eru á ýmsum stöðum á landinu. Ekki er gert ráð fyrir að aðrir fái þar leg en einstaklingar úr fjölskyldu þess sem leyfi hefur fyrir heimagrafreitnum.

Höfundur: aettadmin in Fréttir
Aðalfundur 2023

Aðalfundur 2023

Business teamworking at meeting table.

Aðalfundur.

Aðalfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2023 í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, 3. hæð og hefst klukkan 16:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 3. gr. laga félagsins.

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.
  3. Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikningana.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosningar samkvæmt 4. grein.
  6. Árgjald ákveðið.
  7. Önnur mál.
Höfundur: aettadmin in Fundir
Um mannanöfn að fornu og nýju

Um mannanöfn að fornu og nýju

Á fyrsta félagsfundi ársins, fimmtudaginn 26. janúar 2023, mun Prófessor Emeritus Guðrún Kvaran tala við  okkur um mannanöfn að fornu og nýju.

Höfundur: aettadmin in Fróðleikur, Fundir
Bíbí í Berlín

Bíbí í Berlín

Sólveig Ólafsdóttir talar við okkur um Bjargeyju Kristjánsdóttur frá Berlín við Hofsós, Bíbí í Berlín á félagsfundi í Þjóðskjalasafninu kl. 16:00 fimmtudaginn 24. nóvember

Höfundur: aettadmin in Fundir
Ættfræðiupplýsingar á vefjum Þjóðskjalasafns

Ættfræðiupplýsingar á vefjum Þjóðskjalasafns

Næsti félagsfundur verður þann 27. október kl. 16:00.
Þá mun Unnar Ingvarsson fagstjóri stafrænnar endurgerðar á Þjóðskjalasafni ræða við okkur um ættfræðiupplýsingar á vefjum Þjóðskjalasafns

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Ættfræði
Vorganga um Þingholtin

Vorganga um Þingholtin

Vorganga Ættfræðifélgsins verður um Þingholtin í þetta sinn og verður laugardaginn 21. maí kl. 11:00.
Leiðsögumenn verða Guðfinna Ragnarsdóttir og Magnús Grímsson.

Mæting er við aðaldyr Menntaskólans í Reykjavík laugardaginn 21. maí kl. 11:00.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Göngur

Félagsfundur 28. apríl 2022 fellur niður

Af óviðráðanlegum orsökum fellur fyrirlestur Albínu Huldu Pálsdóttur um uppruna sauðkindarinnar niður. Fyrirlesturinn var á dagskrá á fimmtudaginn kemur, 28. apríl.

Höfundur: aettadmin in Óflokkað