Vorganga um Þingholtin

Vorganga um Þingholtin

Vorganga Ættfræðifélgsins verður um Þingholtin í þetta sinn og verður laugardaginn 21. maí kl. 11:00.
Leiðsögumenn verða Guðfinna Ragnarsdóttir og Magnús Grímsson.

Mæting er við aðaldyr Menntaskólans í Reykjavík laugardaginn 21. maí kl. 11:00.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Göngur

Félagsfundur 28. apríl 2022 fellur niður

Af óviðráðanlegum orsökum fellur fyrirlestur Albínu Huldu Pálsdóttur um uppruna sauðkindarinnar niður. Fyrirlesturinn var á dagskrá á fimmtudaginn kemur, 28. apríl.

Höfundur: aettadmin in Óflokkað
Aðalfundur Ættfræðifélagsins

Aðalfundur Ættfræðifélagsins

Aðalfundur Ættfræðifélagsins fer fram fimmtudaginn 24. febrúar 2022, kl. 16:00 í sal á 3. hæð Þjóðskjalasafns Íslands Laugavegi 162, Reykjavík


Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf

Höfundur: aettadmin in Fundir
Elín pestsins

Elín pestsins

Á félagsfundi fimmtudaginn 31. mars 2022 mun Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfsins, fjalla um Elínu Jónsdóttur, „Elínu prestsins“ eins og hún var kölluð fyrir vestan. Hún var systir Bjarna frá Vogi.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Viðburðir
Höfundur Njálu

Höfundur Njálu

Á næsta félagsfundi talar Gunnar frá Heiðarbrún um höfund Njálu. Menn hafa reynt að finna höfund Njálu um aldaraðir. Gunnar frá Heiðarbrún ætlar að gera enn eina tilraunina til að finna höfundinn.

Fundurinn verður haldinn í Þjóðskjalasafninu, Laugavegi 162, 3. hæð, fimmtudaginn 25. nóvember kl. 16:00. 

Athugið breyttan fundartíma, fundurinn hefst kl. 16:00

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Viðburðir
Þuríður Þorbjarnardóttir Grimaldi

Þuríður Þorbjarnardóttir Grimaldi

Á félagsfundi fimmtudaginn 28. október flytur Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur og fyrrv. ráðherra, erindi um greifynjuna Þuríði Marquis de Grimaldi. Þuríður fæddist þann 30. október árið 1891 að Garðhúsum við Bakkastíg. Hún var dóttir hjónanna Guðbjargar Bjarnadóttur og Þorbjarnar Jónssonar. Þuríður þótti snemma efnileg og hneigð til bókar. Amma hennar, Þuríður Eyjólfsdóttir var sögð stórgáfuð og skörungur. Sumarið 1921, þegar Þuríður stóð á þrítugu, kynntist hún markgreifanum Henri Charles Raoul Marquis de Grimaldi d’Antibes et de Cagne, afsprengi einnar elstu konungsættar í Evrópu. Í október fyrir 100 árum var haldið brúðkaup þeirra í Reykjavík.

Fundurinn hefst kl. 16:00 í húsi Þjóðskjalasafns að Laugavegi 162, 3. hæð í Reykjavik. Athugið breyttan fundartíma, kl. 16:00.

Höfundur: aettadmin in Fundir
Sullaveiki á seinni hluta 19. aldar

Sullaveiki á seinni hluta 19. aldar

Sullaveiki er smitsjúkdómur og var alvarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi þar til fyrir um einni öld síðan. Það tókst að stemma stigu við þessum vágesti með almenningsfræðslu, fyrirbyggjandi aðgerðum og læknisinngripum. Rakin er saga tvítugs hreppsómaga, úr Húnavatnssýslu, sem veslaðist upp úr þessum sjúkdómi og lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hann lýsti eigin vanheilsu og döpru hlutskipti…

Fyrirlesarar eru Eiríkur Jónsson og Jón Torfason

Þjóðskjalasafn – fimmtudaginn 30. september, kl. 20:00

Höfundur: aettadmin in Fréttir
Maígangan

Maígangan

Laugardaginn 15. maí leiðsegir Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs/Gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu, okkur um garðinn. Gengið er m.a. að leiði Páls Ólafssonar, sem nýlega kom í leitirnar.

Lagt verður af stað kl. 10:00 frá þjónustuhúsinu Ljósvallagötumegin.

Allir velkomnir – Takið með ykkur vini og vandamenn.

Höfundur: aettadmin in Göngur
Félagsfundi þann 29. apríl frestað

Félagsfundi þann 29. apríl frestað

Enn og aftur grípur Covid-19 í taumana og því verðum við að fresta áætluðum félagsfundi sem fram átti að fara fimmtudaginn 29. apríl.

Vegna COVID-19 veirunnar hefur stjórn Ættfræðifélagsins ákveðið að slá á frest öllum fundarhöldum og öðrum viðburðum á vegum félagsins til hausts. Þetta þýðir að það verður enginn aprílfundur eins og búið var að auglýsa. Þó munum við reyna að hafa gönguferðina sem auglýst er 15. maí. Næsti viðburður verður auglýstur með tölvupósti og tilkynningum á vef félagsins og Facebooksíðu þess þegar ljóst er að engin hætta er lengur fyrir hendi.

Vinsamlegast látið þetta berast til allra sem þið teljið að þurfi að vita af þessu og hafa ekki aðgang að tölvupósti eða vefmiðlum.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir
Aðalfundur 2021

Aðalfundur 2021

Aðalfundur Ættfræðifélagsins 2021 fór fram í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 25. febrúar 2021 og hófst kl 20:00.

Formaður félagsins setti fundinn og skipaði Eirík Þ. Einarsson fundarstjóra og Björn Jónsson fundarritara.

Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir 75. starfsár félagsins, árið 2020. Í máli hans kom fram að heimsfaraldurinn, COVID-19 hafði leikið starfsemi félagsins grátt. Auk aðalfundar, tókst aðeins að halda einn félagsfund, en venjulega eru þeir sex. Þá féll vorganga félagsins einnig niður af sömu ástæðum.

Sem fyrr eru félagsfundir og útgáfa fréttabréfs meginstoðir í starfsemi félagsins, en útgáfa fréttabréfsins raskaðist ekki og komu út fjögur tölublöð á árinu 2020, eins og verið hefur síðustu ár.

Gjaldkeri félagsins, Helga Margrét Reinharðsdóttir, gerði grein fyrir reikningum félagsins. Greiddum félagsgjöldum fækkaði um 58 frá árinu 2019, eða um 350 þúsund krónur. Þrátt fyrir að útgjöld félagsins hafi lækkað um tæp 8% frá fyrra ári, þá dugði það ekki til að forða tapi upp á rúmlega 205 þúsund krónur.

Þá var gengið til kosninga í stjórn félagins. Úr stjórn áttu að ganga:

Benedikt Jónsson formaður og
Áslaug Herdís Úlfsdóttir

Stjórnin gerði tillögu um að Eiríkur Þór Einarsson yrði nýr formaður félagsins og var það samþykkt einróma. Þá gerði stjórnin tillögu um að Guðfinna S. Ragnarsdóttir og Magnús Grímsson kæmu inn í stjórn í stað Áslaugar og Benedikts. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Stjórnin skiptir með sér verkum á næsta stjórnarfundi.

Skoðunarmenn reikninga verða áfram Ólaf Pálsson og Ágúst Jónatansson.

Samþykkt að félagsgjald yrði hækkað í 6.500 krónur.

Guðfinna S. Ragnarsdóttir ritstjóri fréttabréfsins tók til máls undir liðnum önnur mál og þakkaði fráfarandi formanni vel unnin störf. Nýkjörinn formaður, Eiríkur Þór Einarsson, tók undir það. Frárandi formaður, Benedikt Jónsson, þakkaði fyrir sig.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir